Að undirbúa sig fyrir Secret Solstice hátíðina #1: Allt sem er ekki beinlínis tengt við hátíðina.

Jæja krakkar. Dálítið seinna en áætlað var af því að ég var upptekinn. En nú langar mig að byrja með undirbúning mínum fyrir Secret Solstice hátíðina. Í ár fer ég á þessa hátíð í fyrsta skipti og hlakka mjög til að upplifa eitthvað fullkomlega nýtt. Hlakka ég til hátíðarinna aðallega vegna dagskrárinnar (Radiohead, Deftones, Amabadama, o.s.frv. koma fram) en ætla að skrifa um hátíðina seinna. Í þessum pistli mun ég fjalla um allt annað sem maður getur gert sem Off-Venue-virkni í Reykjavík á meðan Secret Solstice fer fram. Lesa áfram „Að undirbúa sig fyrir Secret Solstice hátíðina #1: Allt sem er ekki beinlínis tengt við hátíðina.“

Ritdómur um skáldsöguna Myrkravél eftir Stefán Mána

Ég held áfram að lesa íslenskar bækur sem eru ekki sérstaklega nýjar en sem ég þekki samt ekki fram til þessa og svo kom bókin Myrkravél eftir Stefán Mána á borðið mitt. Er hún ekki sérstaklega þykk bók sem hefur aðeins rúmlega 125 blaðsíður og var fyrst útgefin árið 1999 af forlaginu Mál og Menning. Nýja útgáfan sem ég keypti kom út 2014 og er útgefin af sögur útgáfu. Þessi bók er einnig önnur bókin sem rithöfundurinn Stefán Máni gaf út eftir frumraun sinni sem heitir Dyrnar á Svörtufjöllum.

Bókin Myrkravél eftir Stefán Mána
Bókin Myrkravél eftir Stefán Mána

Myrkravél fjallar um maður sem finnur ekki sitt plás í samfélaginu og fylgist með lífi sínu frá barnæsku til heila hraps sálar sinnar. Svo byrjar lífið mannsins eiginlega í mjög venjulega en samt dálítið köldu meðalæskuheimili. Foreldrar sínir leyfa honum ekki að halda kött sem kom í húsið til hans og þegar hann sér drauga í herbergi sínu, afneitar mamma sin bara að slíkt væri hægt (ekki í ljós kemur hvort draugar eru kannski fólk sem nauðgar honum). Í kjölfarið þess verður hann einfari sem kann ekki að meta samfélagið og er alltaf og gjarna aleinn – fyrst í leikskóla og seinna þegar hann reynir að vera til í samfélaginu sem hann hatar. Í skólanum er hann þá lagður í einelti og finnur ekki annan veg en að verjast á líkamlegan hátt. Það sýnist stundum dálítið að hann – þegar hann er ennþá barn – reynir að koma í samfélagið án árangs og verður þá bitur og kaldhæðinn. Oft er lesandi ekki viss hvort þetta sé þannig af því að hann sé bara undarlegur maður, af því að samfélagið ýtir honum frá eða hvort hann gerir nógu til þess að samfélagið getur gert ekkert annað ein að ýta honum frá. Ekki hægt sýnist fyrir hann að finna skemmtun í lífi sínu nema þegar hann tendrar eitthvað eða gerir eitthvað annað ólöglegt eða að minnsta kosti eitthvað siðlaust. Áfengið hjálpar honum að afbera lífið í þessu samfélagi sem hann heldur sem mjög óþolandi. Svo er hann oft atvinnu- og heimilislaus, drekkir sig í dauðadáið og gerir oft eitthvað til að versna aðstæður sínar. Að lokum er hann of bilaður til að vita hvað hann gerir núna eða gerði áður og svo framkvæmir hann eitthvað ótrúlega hræðilegt.

Myrkravél er bók sem er skrifuð á mjög ljóðlegan hátt. Og þetta er gert svo vel að sagan væri hugsanlega ekki hálfskemmtileg án þessa skrifstíls. Stundum endurtakast setningar til að sýna tilbreytingaleysi í hugsanir þessa manns. Stíllinn hjálpar að setja upp dimma andrúmsloftið sögunnar. Það er gert svo vel að mjög einfalt er fyrir lesanda að dýfa sér í hana. Svo finnst mér andrúmloftið Myrkravélar mjög áhugavert og spennandi. Á hverri setningu langar lesanda að vita hvernig sagan heldur áfram og hvaðan þessi aumingi sem Stefán Máni skrifaði um fer næst. Þemað sem þessi saga fjallar um er ekki einfald en samt er ekki erfitt að lesa og skilja þessa bók – jafnvel fyrir fólk sem er lengra komið að læra íslensku. Ég mæli sérstaklega með þessari bók við fólki sem hefur áhuga á svartar sögur.

Ligeglad – Kærulaus

Ligeglad með Önnu Svövu, Helga Björns og Vigni Rafni (Copyright myndarinnar: RÚV)
Ligeglad með Önnu Svövu, Helga Björns og Vigni Rafni (Copyright myndarinnar: RÚV)

Ríkisútvarpið er með nýja gamanþáttaröð sem heitir „Ligeglad“ og er sýnd á hverjum sunnudegi. Aðalleikarar þáttarraðarinnar eru Anna Svava Knútsdóttir, Helgi Björns og Vigni Rafn Valþórsson og leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarson. Fjallar þáttaröðin um uppistandakonu sem ætlar að fara á túr í danmörku. Þegar hún kemur þangað hittir hún gamlan vin Vigga sem hefur breyst mikið síðan þá þau hittast síðast. Hún hefur fyrstu innkomuna í Kaupmannahöfn og hittir þá Helga Björns og treður sér upp á hann þegar hann heldur tónleika á eftir hún var á sviðinu. Og svo koma þessi þrjú saman á ferð kringum Danmörku sem er meira en aðeins skemmtileg af því að Helgi þoli ekki Önnu, Anna heldur að árangurinn Helga kemur frá því að hann er karlmaður og Viggi er svo kæri en einfeldningslegur vinur beggja sem veit stundum ekki á hvaða megin hann standi. Þessi þrjú passa auðvitað ekki vel saman og svo gerir einn af þeim alltaf eitthvað til að koma í veg fyrir áætlanir annarra (oft án ásetts ráðs).

Húmorinn er frekar svartur og svo eru brandarar oft dálítið dónalegir (að minnsta kosti frá sjónarhóli Þjóðverja). En mér finnst þessi þáttaröð ótrúlega skemmtileg af því að hún spilar svo vel með staðalímyndum sem maður hefur af Íslendingum sem flytja til útlanda. Eru ekki allir brandarar nýir en þeir passa alltaf vel við söguna. Það er frekar mikið af dönskum talað í þessari þáttaröð en þá eru alltaf íslenskir textar sýndir. Persónulega fannst mér samtölin ekki sérstaklega erfið og svo held ég að þáttaröðin sé einnig eitthvað fyrir fólk sem lærir íslensku. Er hún allavega mjög skemmtileg og ég mæli henni.

Auðvitað er hægt að skoða hana á netinu, nefnilega í Sarpinum RÚV:

Ritdómur um bókina LoveStar

Þótt bókin LoveStar eftir Andra Snæ Magnason er frekar gömul og var fyrst útgefin árið 2002 hjá forlanginu Máli og Menningu langaði mig fyrir löngu að skrifa ritdóm um hana. Árið 2011 las ég þýsku útgáfuna eftir Tina Flecken sem kom út 2010 hjá Bastei Lübbe-forlaginu en núna reyndi ég að lesa íslenska útgáfuna sem gékk mjög vel. Er þessi bók fimmta bók Andra Snæs Magnasonar og kom út á milli bóka Maður undir himni, um trú í ljóðum Ísaks Harðarsonar og Sagan af bláa hnettinum. Svo er hér ritdómur minn um bókina LoveStar.

LoveStar eftir Andra Snæ Magnason (þýska og íslenska útgáfan)
LoveStar eftir Andra Snæ Magnason (þýska og íslenska útgáfan)

Bókin fjallar um uppgangu fyrirtækisins LoveStar og forstjórans sem heitir einnig LoveStar. Svo er sagan eiginlega tvær sögur: Sagan af þeim sem eru viðskiptavinir fyrirtækisins og sagan mannsins LoveStar. Er hann, LoveStar, maður sem getur ekki annað en að fylgjast með hugmynd sem hann hefur þangað til hann er búinn að gera hana sem veruleiki. Svo er fyrirtækið hans vinsælasta fyrirtæki í heimi og svo auðvitað alþekkt og vörur og þjónustur fyrirtækisins notaðar af viðskiptavinum kringum heimi. LoveStar fyrirtækið gerir ýmislegt dót. Svo skýtur það eldflaugar með líkunum í sporbrautina jarðarinna til að þau rigna niður sem stjörnuhröp. Finnst öllum að þetta sé fallegra vegurinn til að fara í jarðarför en að liggja í kassa undir jörðinni. Fyritækið er alumfangsmikið og gerir allt frá auglýsingar til dýraræktunar. Einnig fann LoveStar veg til að reikna út ástina og sér sig á sendiferð til að samreikna alla í heiminum. Þá verði loksins friður af því að allir séu ástfangnir og hamingsamir. Einnig er Ísland orðið mjög þekkt og vinsælt: Allir koma til landsins, annaðhvort til að fara til himins eða til að finna annan helminginn. Svo koma Sigríður og Indriði í söguna. Þau eru ekki samreiknuð en samt vís að þau hafa fundið einu sönnu ást. Allt gengur vel á milli þeirra þangað til Sigríður er reiknuð með öðrum manni. Á sama tíma er LoveStar að fylgjast með nýrri hugmynd, hugmynd sem lætur hann passa fræ sem hann leitaði að í langan tíma. Á eftir hann breytti ráðgötunum dauð og ást ætlar hann að finna út úr síðustu ráðgötunni heimsins: Guð.

LoveStar er eitt af meistaraverkum íslenska nútímabókmenntanna. Er bókin ótrúlega spennandi og áhugaverð. Svo fjallar hún um mikilvægu nútímavandamál sem þurfa ekki að vera gleymd. Aðalþema bókarinnar er: Hvað er þegar fyrirtæki verða alumfangsmikil og lofa að vera lausn allra mála. Svo sýnir bókin það sem gerist þegar fyrirtæki veit allt um viðskiptavini og reynir að finna út úr öllu af heiminum. Spurningin bókarinnar er ekki aðeins hvort gott sé að eitt fyrirtæki veit allt um viðskiptavini sinna heldur einnig hvort gott sé ef maður veit allt um heiminn. Eru sumar spurningar kannski betur ósvaraðar. Mæli öllum sem hefur áhuga á hvernig heimurinn fer sem er stjórnaður af fyritækum með þessa bók.

Um íslenska forsætisráðherra, þýska forseta og skandala

Eiginlega á ég erfitt að tala um stjórnmálavandamál annara landa. Held ég að ég sem á ekki heima þarna og get hugsanlega ekki séð heilu myndina, ætti ekki að byrja að átelja eitthvað sem er ekki tengt mér. Samt er ótrúlega mikil umræða um stjórnmálavandamálið Íslands í þýsku fjölmiðlum núna að ég held að ekki rangt sé að skrifa dálítið um það líka.

Jæja, núna er skandallinn um skatta, forsætisráðherra Íslands og allt sem er tengt rikístjórninni í fullum gangi. Var Sigmundur Davíð í heimsókn hjá Ólafi Ragnari í dag til að biðja um þingrof vegna máls sem er aðallega ekki mál Alþingsins heldur aðeins hans. Maður má spyrja sig af hverju hann segir ekki bara af sér. Svo er svarið eins einfalt og það sýnir hversu kræfur þessi maður er: Ef hann segir af sér, meðgengur hann að hann á sök á kreppunni og það er eitthvað sem hann – eins og mikið af stjórnmálamönnum sem voru í líkum aðstæðum áður – getur ekki séð. Finnst mér að ákvörðun Ólafs Ragnars var hárrétt. Ekki ætti forseti ákveða hvort Alþing verður rofið heldur ætti Alþing ákveða hvort núverandi forsætisráðherra sé ennþá með trausti þingsins og fólksins. Ef það er gert, meikar sens að finna út úr því hvort nauðsynlegt sé að rjúfa Alþing.

Þetta allt minnir mig á Causa Wulff sem fór fram árin 2010 til 2012. Þetta var einnig peningavandamál – nánar tiltekið lánavandamál. Samt var þetta hugsanlega ekki það sem tók Christian Wulff til að segja af sér heldur að hann reyndi að hafa áhrif á fjölmiðla. Svo hringi hann í aðalritstjóra blaðsins „BILD“ til að koma í veg fyrir fréttflutninginn. Að lokum var þessi tilraun þáverandi forsetans að stýra fjölmiðlunum fall hans.

Svo finnst mér að hegðun Sigmundar Davíðs sé aðallega það sem vandamálið sé. Á þýsku notum við orðið „dummdreist“ sem er sett saman úr orðunum „dumm“ sem þýðir heimskur og „dreist“ sem þýðir kræfur.  Það er nákvæmlega eins og hegðun forsætisráðherrans er: heimsk og kræf. Þjóðin getur búist við að stjórnmálamenn eru faglegir og vita hvernig þeir ættu að fara með þjóðina og fjölmiðla á almennilegan hátt. Sigmundur Davíð sýnist ekki að vita hvernig það gengur.

Á meðan ég skrifaði þennan pistil, sagði Sigmundur Davíð af sér og svo verður Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra. Veit ég ekki hvort það sé gott eða ekki. Er tilfinningin mín að íslenska þjóð hefur nóg af þessari rikístjórn. Kannski er best að láta Alþingið ákveða hvort það vill halda áfram með nýju rikístjórninni eða hvort þingið sé betra nýkosið.

Arduino-námskeið #1: Það verður ljós!

Í síðustu viku tilkynnti ég að ég ætla að gera lítið Arduino-námskeið til að kenna fólk sem hefur áhuga á forritun og svo byrja ég núna með einhverju mjög einföldu: Kveikja og slökkva á LED-ljós sem er tengt við Arduino. Er þessi fyrsti þáttur aðallega til að læra hvernig maður getur notið úttök Arduino til að stýra tækjum sem eru tengdar við þau. Til að læra þetta ætlum við að forrita lítinn götuviti með rauðu, gulu og grænu ljós.

Lesa áfram „Arduino-námskeið #1: Það verður ljós!“